Karlalandsliðið í körfubolta mætir Kósovó í undankeppni HM í dag. Í liði Kósovó að finna Edmund Azemi sem lék með KR einn vetur.

Þetta er fyrsti leikur Íslands á fyrsta stigi undankeppninnar fyrir HM 2023 og fer leikurinn fram í Pristine, Kósovó.

Íslenskir körfuboltaaðdáendur ættu einhverjir að kannast við Azemi sem lék í eitt ár með KR og varð Íslandsmeistari árið 2007.

Azemi kom við sögu í tólf leikjum og var með 9,1 stig og 4,2 frákast að meðaltali í leik auk þess að vera góður varnarmaður.

Shawn Jones er þekktasta nafnið í liði Kósovó en hann var á mála hjá nokkrum liðum í NBA-deildinni á undirbúningstímabilinu ásamt því að eiga tímabil að baki í varaliðsdeild NBA.

Dardan Berisha lék um tíma með pólska landsliðinu og fór á Eurobasket 2011.

Justin Shouse kemur engum vörnum við með Snæfelli gegn KR í úrslitakeppninni árið 2007.
fréttablaðið/valli