Í­þrótta- og Ólympíu­sam­bandi Ís­land heldur Sjó­vá Kvenna­hlaup ÍSÍ í 32. sinn nú á laugar­daginn 11. septem­ber næst­komandi á 70 stöðum. Fyrsta Kvenna­hlaupið var haldið árið 1990. Í til­kynningu kemur fram að upp­haf­lega hafi mark­mið hlaupsins verið að fá fleiri konur út að hreyfa sig og að hvetja konur til þátt­töku í starfi í­þrótta­hreyfingarinnar á Ís­landi.

„Þau mark­mið hafa um margt náðst þar sem konur hreyfa sig mun meira í dag en fyrir 30 árum, ís­lenskar í­þrótta­konur eru að ná frá­bærum árangri á heims­vísu og margar konur í for­svari fyrir í­þrótta­hreyfinguna hér­lendis,“ segir í til­kynningunni.

Í dag er því á­hersla í hlaupinu lögð á sam­stöðu kvenna, að hver njóti þess að hreyfa sig á sínum for­sendum og eigi á­nægju­lega sam­veru­stund með fjöl­skyldu og vinum.

„Hlaupið er ár­viss við­burður hjá mörgum konum sem taka daginn frá til að hlaupa með dætrum, mæðrum, ömmum, systrum, frænkum og vin­konum sínum og margir karl­menn slást líka í hópinn.“

Fjöl­mennustu hlaupin fara fram í Garða­bæ og Mos­fells­bæ og í ljósi Co­vid–19 hafa verða gerðar ráð­stafanir á þessum stöðum þar sem svæðinu verður skipt upp í hólf sam­kvæmt leið­beiningum fyrir í­þrótta­mann­virki.

Minnt er á að það er á á­byrgð hvers hlaupara fyrir sig að verja sjálfan sig og aðra í kringum sig eins vel og hann getur. Þátt­tak­endur eru hvattir til að gera sínar eigin ráð­stafanir og virða þessar að­stæður.

Nánari upp­lýsingar um alla hlaupa­staði og tíma­setningar er að finna á www.kvenna­hlaup.is. Hægt er að greiða að­eins fyrir þátt­töku í hlaupinu á www.tix.is eða á hlaupa­stað á hlaupa­dag. Fyrir þá sem ekki kaupa bol er mælt með því að koma í eldri Kvenna­hlaups­bolum.