Það virðist ekkert ætla að hægjast á sóknarafköstum LeBron James á tuttugasta tímabili hins sjálftitlaða konungs í NBA-deildinni í körfubolta. Hann heldur áfram að klífa metorðalistann og vantar aðeins 178 stig til að jafna met Kareem Abdul Jabbar yfir flest stig í sögunni.

Eigandi Los Angeles Lakers, Jeanie Buss, rifjaði síðastliðið haust upp samtal á milli hennar og Kareem eftir að Kareem varð stigahæsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar árið 1984 þar sem Kareem fullyrti að met hans yrði aldrei bætt, í hlaðvarpinu The Crossover.

Sviðsljósið hefur verið á LeBron frá því að hann fór að vekja athygli á landsvísu sem táningur. Fljótlega fór að bera á nafninu konungurinn (e. King James) sem hefur fylgt honum út ferilinn, þó að viðhorf hans fari í taugarnar á mörgum körfuboltasérfræðingum sem hafa deilt um samanburð milli James og Michael Jordan, í að verða áratug.

10

James er í tíunda sæti yfir fjölda leikja í sögu deildarinnar.

30,2

James er með 30,2 stig að meðaltali í leik í vetur.

1

James varð fyrsti maðurinn til að skora fjörutíu stig eða meira í einum leik gegn öllum liðum NBA-deildarinnar á dögunum.

38.387

Stigamet NBA- deildarinnar er í eigu Kareem Abdul-Jabbar sem lék í deildinni í tuttugu ár.

38.209

LeBron er kominn í 38.209 stig eftir leik Lakers gegn Clippers.

178

Stig vantar upp á til að ná meti Kareem sem hefur staðið óhaggað í 33 ár frá því að Kareem lagði skóna á hilluna.

30

James vantar þrjátíu stoðsendingar til að ná fjórða sæti í sögu NBAdeildarinnar.

3

James er þriðji elsti leikmaður deildarinnar á 39. aldursári.

10.000

James varð á dögunum fyrsti maðurinn til að fara yfir tíu þúsund stig, stoðsendingar og fráköst í sögu NBAdeildarinnar.