Jacky Hunt-Broersma sem missti annan fótinn vegna krabbameins árið 2020, bætti á dögunum heimsmet kvenna með því að hlaupa maraþon 104. daginn í röð.

Hin 46 ára gamla Jacky greindist með sjaldgæfa útfærslu af krabbameini árið 2020 og var ákveðið að fjarlægja vinstri fótinn innan tveggja vikna.

Jacky sem er fædd í Suður-Afríku en er búsett í Bandaríkjunum byrjaði að hlaupa maraþon á hverjum degi í upphafi árs í Arizona.

Þegar hún hljóp fyrsta maraþonið var metið 95 daga í röð áður en Kate Jayden bætti metið með því að hlaupa maraþon 101 daga í röð fyrr á árinu.

Henni hefur tekist um leið að safna 193 þúsund dollurum, 25,3 milljónum íslenskra króna, til að styðja fólk við kaup á stoðtækjum, spelkum og öðrum hjálparbúnaði.