Manchester United staðfesti í að félagið hefði komist að samkomulagi við Shakhtar Donetsk um kaupverðið á hinum brasilíska Fred en talið er að félagið greiði um 55 milljónir punda fyrir hann sem gerir hann að fjórða dýrasta leikmanni í sögu félagsins.

Er hann sjöundi brasilíski leikmaðurinn í sögu félagsins ásamt Kleberson, Anderson, Fabio, Rafael, Andreas Pereira og Rodrigo Possebon en alls hafa brasilískir leikmenn leikið 458 leiki fyrir félagið til þessa.

Kostaði hann úkraínska félagið fimmtán milljónir punda fyrir fimm árum síðan þegar hann var keyptur sem tvítugur unglingur frá Internacional en hann lék alls 156 leiki í öllum keppnum fyrir Shakhtar.

Er hann miðjumaður og er ætlað að leika við hlið Paul Pogba og Nemanja Matic en Fred verða fyrstu kaup Manchester United í sumar. Er hann hluti af brasilíska landsliðshópnum sem fer til Rússlands í sumar.