Robbie Savege, sem á sínum tíma gerði góða hluti í ensku úrvalsdeildinni, varð vitni af því í beinni útsendingu hjá BT Sport þegar að sonur hans, Charlie, skoraði sitt fyrsta mark í ensku C-deildinni.
Robbie, sem er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu var einn af álitsgjöfum í setti í markaþætti BT Sport þar sem fylgst var með öllu því helsta sem var að gerast í ensku deildunum í beinni útsendingu.
Á einum tímapunkti í útsendingunni mátti Robbie öskra af fögnuði og í kjölfarið segja: „Strákurinn minn er búinn að skora.“
Robbie var að fylgjast með leik Forest Green Rovers og Bristol Rovers í ensku C deildinni en sonur hans, Charlie, er á láni hjá félaginu frá Manchester United.
Um var að ræða fyrsta mark Charlie fyrir Forest Green og því um stóra stund að ræða. Robbie var auðsjáanlega stoltur af syni sínum líkt og má sjá á myndbandinu hér fyrir neðan.
"My boy has scored!" 💚
— BT Sport Score (@btsportscore) March 11, 2023
The heartwarming moment @RobbieSavage8 realises his son Charlie has scored his first senior goal for @FGRFC_Official. pic.twitter.com/1nFQS7yGGT