Robbie Sa­vege, sem á sínum tíma gerði góða hluti í ensku úr­vals­deildinni, varð vitni af því í beinni út­sendingu hjá BT Sport þegar að sonur hans, Charli­e, skoraði sitt fyrsta mark í ensku C-deildinni.

Robbie, sem er fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­maður í knatt­spyrnu var einn af á­lits­gjöfum í setti í marka­þætti BT Sport þar sem fylgst var með öllu því helsta sem var að gerast í ensku deildunum í beinni út­sendingu.

Á einum tíma­punkti í út­sendingunni mátti Robbie öskra af fögnuði og í kjöl­farið segja: „Strákurinn minn er búinn að skora.“

Robbie var að fylgjast með leik For­est Green Rovers og Bristol Rovers í ensku C deildinni en sonur hans, Charli­e, er á láni hjá fé­laginu frá Manchester United.

Um var að ræða fyrsta mark Charli­e fyrir For­est Green og því um stóra stund að ræða. Robbie var auð­sjáan­lega stoltur af syni sínum líkt og má sjá á mynd­bandinu hér fyrir neðan.