Hin 31 ára gamla Clemons þótti afar efnilegur spretthlaupari þegar hún hljóp fyrir Ohio State háskólann í NCAA en meiðsli hafa sett strik í reikninginn undanfarin ár.

Hún mun keppa í hundrað metra grindahlaupi en hún vann til silfurverðlauna í sextíu metra grindahlaupi á HM í frjálsum innanhúss árið 2018.

Clemons vakti athygli á því á Twitter-síðu sinni í dag að hún hefði komist inn á Ólympíuleikana með Doritos-eyrnalokka og skoraði á snakkframleiðandann að hefja samstarf.