Vincent Kompany kveðst vongóður um að komast að samkomulagi um nýjan samning við Manchester City.

Belgíski miðvörðurinn verður samningslaus í sumar eftir tíu ár í herbúðum ensku meistaranna.

Kompany hefur verið lykilmaður í uppgangi Manchester City og fyrirliði liðsins undanfarin ár.

Með Kompany innanborðs hefur City unnið ensku úrvalsdeildina þrisvar líkt og enska deildarbikarinn ásamt því að vinna enska bikarinn einu sinni.

„Ég verð hér á næsta ári. Ég hlusta ekki á sögusagnir um annað. Við munum kíkjum á þetta með Manchester City í lok tímabilsins því ég vill bara einbeita mér að næstu leikjum.“