Vincent Kompany mun hætta að skipta sér af þjálfun liðsins til að einbeita sér að fyrirliðahlutverkinu hjá Anderlecht eftir martraðabyrjun á tímabilinu.

Fjallað var um hörmulega byrjun Kompany með liðið í gær enda er liðið án sigurs eftir fjórar umferðir og er stigasöfnunin í leikjunum fjórum sú versta í 21 ár.

Kompany var ráðinn inn sem leikandi þjálfari uppeldisfélags síns í sumar og tók hann Simon Davies, fyrrum unglingaliðsþjálfara Manchester City með sér sem mun nú stýra liðinu af hliðarlínunni.

Nú hefur það verið staðfest að Kompany mun einblína á hlutverk sitt sem fyrirliði félagsins og Davies tekur við taumunum.

Miðvörðurinn fékk leikmenn á borð við Samir Nasri og Nacer Chadli til Anderlecht í sumar en hefur ekki tekist að snúa gengi liðsins við eftir vonbrigða tímabil í fyrra.