Ákveðið hefur verið að handahjólreiðamaðurinn Arnar Helgi Lárusson muni hjóla um það bil 400 kílómetra 22.júní næstkomandi.

Arnar Helgi ætlar að hjóla til þess að minna á mikilvægi hreyfingar fyrir hreyfihamlaða og hvetja fólk til þess að leggja SEM samtökunum, Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra, til í fjáröflun sinni fyrir kaupum á sérútbúnum búnaði fyrir hreyfingu hreyfihamlaðra.

Arnar Helgi hyggst leggja af stað frá Höfn á Hornafirði og hjóla sem leið liggur til Selfoss í einum rykk.

Stefnt er að því að áhugasamir geti fylgst með hjólaferð Arnars Helga á streymi á sem.is.

Hægt er að styrkja þetta framtak og leggja SEM-samtökunum lið með því að leggja fjárhæð inn á eftirfarandi reikning:

Kennitala SEM: 510182-0739 - Reikningsnúmer: 0323-26-001323