Íslenska karlalandsliðið í handbolta er í riðli með Portúgal, Litháen og Ísrael í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar árið 2022.

Íslenska liðið var í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var. Undankeppnin hefst í nóvember síðar á þessu ári og lýkur svo í maí árið 2021. Tvö efstu liðin í hverjum riðli og þau fjögur lið með bestan árangur í þriðja sæti í riðlunum átta í undankeppninni fara í lokakeppni mótsins.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans hjá Þýskalandi eru með Austurríki, Bosníu Hersegóveníu og Eistlandi í riðli en Alfreð tók við stjórnartaumunum hjá þýska liðinu síðasta haust.

Erlingur Richardsson sem stýrir Hollandi mætir Slóveníu, Póllandi og Tyrklandi. Færeyjar sem hafa á spennandi liði að skipa og munu eiga nokkra fulltrúa í Olís-deildinni næsta vetur eru í riðli Tékklandi, Rússlandi og Úkraínu í riðli.