Handbolti

Komast Haukar og Selfoss í undanúrslitin?

Átta liða úrslitin í úrslitakeppni Olísdeild karla í handbolta halda áfram í kvöld, en Haukar fá Val í heimsókn og Stjarnan tekur á móti Selfossi. Haukar og Selfoss geta tryggt sér í undanúrslitin með sigrum í leikjum sínum í kvöld.

Ólafur Ægir Ólafsson og félagar hans hjá Val fara með bakið upp að veggnum í Hafnarfjörð í kvöld. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Haukar fóru með sigur af hólmi þegar liðið mætti Val í fyrsta leik liðanna í átta liða úrsltunum í Valshöllinni á föstudagskvöldið síðastliðið og Selfoss hafði betur gegn Stjörnunni á sama tíma. 

ÍBV og FH hafa nú þegar tryggt sér sæti í undanúrslitunum, en ÍBV vann ÍR 2-0 og það sama gerði FH í einvígi sínu gegn Aftureldingu. ÍBV og FH bíða þess nú hverjir verða andstæðingar liðanna í undanúrslitum. 

Leikir Hauka og Vals sem fram fer í Schenker-höllinni og Stjörnunnar og Selfoss sem leikinn verður í Mýrinni hefjast báðir klukkan 19.30 í kvöld. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Töpuðu með 10 í gær en unnu Svía í dag

Handbolti

Selfoss til Litháen og FH til Króatíu

Handbolti

Aron Rafn búinn að skrifa undir hjá Hamburg

Auglýsing

Nýjast

Hörður lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA í dag

Besti hringur Tigers á risamóti síðan 2011

Þrír jafnir á toppnum á Opna breska

HK aftur á toppinn eftir sigur á Grenivík

Berglind Björg skaut Blikum í bikarúrslit

María og Ingvar Íslandsmeistarar

Auglýsing