Handbolti

Komast Haukar og Selfoss í undanúrslitin?

Átta liða úrslitin í úrslitakeppni Olísdeild karla í handbolta halda áfram í kvöld, en Haukar fá Val í heimsókn og Stjarnan tekur á móti Selfossi. Haukar og Selfoss geta tryggt sér í undanúrslitin með sigrum í leikjum sínum í kvöld.

Ólafur Ægir Ólafsson og félagar hans hjá Val fara með bakið upp að veggnum í Hafnarfjörð í kvöld. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Haukar fóru með sigur af hólmi þegar liðið mætti Val í fyrsta leik liðanna í átta liða úrsltunum í Valshöllinni á föstudagskvöldið síðastliðið og Selfoss hafði betur gegn Stjörnunni á sama tíma. 

ÍBV og FH hafa nú þegar tryggt sér sæti í undanúrslitunum, en ÍBV vann ÍR 2-0 og það sama gerði FH í einvígi sínu gegn Aftureldingu. ÍBV og FH bíða þess nú hverjir verða andstæðingar liðanna í undanúrslitum. 

Leikir Hauka og Vals sem fram fer í Schenker-höllinni og Stjörnunnar og Selfoss sem leikinn verður í Mýrinni hefjast báðir klukkan 19.30 í kvöld. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

„Gríska liðið er í kynslóðaskiptum eins og við“

Handbolti

Valskonur söxuðu á forskot Fram á toppnum

Sport

Bayern sótti þrjú stig til Grikklands

Auglýsing

Nýjast

Lið Man United festist aftur í umferðarteppu

Sendu treyjur til Malawaí handa munaðarlausum

Ólíklegt að Usain Bolt semji við ástralska liðið

„Ekki tilbúnir til að vinna Meistaradeildina“

Líkir leikjum gegn Atletico Madrid við tannpínu

Mane snýr aftur í lið Liverpool á morgun

Auglýsing