Formúla 1, Mercedes og fleiri til hafa komið Lewis Hamilton til varnar eftir að Nelson Piquet sem vann á sínum tíma þrjá heimsmeistaratitla ökuþóra, gerði lítið úr Hamilton með kynþáttafordómum í hlaðvarpsþætti.

Í yfirlýsingu frá Formúlu 1 kom fram að slík orðræða ætti ekki heima innan íþróttagreinarinnar né samfélagsins og að Lewis væri einstakur fulltrúi iþróttagreinarinnar sem ætti gríðarlega virðingu skilið.

Piquet var að ræða atvik þegar Hamilton og Max Verstappen lentu í árekstri í breska kappakstrinum á síðasta ári.

Brasilíumaðurinn ákvað að gera grín að húðlit Hamilton og þegar hann talaði um að breski ökuþórinn hafi verið heppinn að Verstappen hafi lent í árekstrinum en að Bretinn hafi sloppið nokkuð vel.