Kólumbísk yfirvöld staðfestu í dag að lík Leidy Asprilla, landsliðskonu í knattspyrnu, hefði fundist tíu dögum eftir að lýst var eftir henni.

Líkið fannst við vegkant í suðurhluta Kólumbíu en saksóknari segir óvíst hver dánarorsökin voru.

Asprilla sem var 22 ára gömul lék með Orsomarso í heimalandinu og fór með kólumbíska landsliðinu á Ólympíuleikana í Ríó 2016.

Fjölskylda hennar tilkynnti lögreglu um síðustu helgi að óvíst væri hvar hún væri stödd eftir að hún skilaði sér aldrei á leiðarenda þegar hún ætlaði að sækja liðsfélaga á æfingu.

Samkvæmt kólumbískum miðlum grunaði fjölskylduna að henni hefði verið rænt.