Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson vann fyrsta bardaga sinn vestanhafs í nótt með tæknilegu rothöggi gegn Tristan James .

Kolbeinn var ekkert að dvelja við hlutina og var bardaginn stöðvaður af dómaranum eftir að Kolbeinn sló andstæðing sinn niður.

Þetta var fyrsti bardagi Kolbeins eftir að hann samdi við Salita Promotions og fór bardaginn fram í Iowa.

Kolbeinn hefur því unnið alla tólf bardaga sína til þessa á atvinnumannaferlinum og þar af sex þeirra með rothöggi eða tæknilegu rothöggi.