Tveir leik­menn sem voru í upp­haf­legum lands­liðs­hóp Ís­lands fyrir undan­keppni HM verða ekki með í verk­efninu sem hefst eftir tvo daga. Öðrum þeirra var vikið úr hópnum af stjórn KSÍ en hinn mun hafa dregið sig sjálfur úr hópnum.

Sam­kvæmt heimildum Vísis þá er um að ræða þá Kol­beinn Sig­þórs­son og Rúnar Már Sigur­jóns­son.

Það mun koma í hlut Arnars Þórs Viðars­sonar lands­liðs­þjálfara að greina nánar frá breytingum á hópnum en hann er á leiðinni til landsins.

Ekki er vitað hvor þeirra dró sig sjálf­viljugur úr hópnum en von er á nánari skýringum frá KSÍ síðar.