Fótbolti

Kolbeinn: Líður best þegar ég spila með landsliðinu

Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var sáttur við að komast aftur inná völlinn, en ósáttur við úrslitin þegar íslenska liðið tapaði fyrir Belgíu, 3-0, í Þjóðadeild UEFA í kvöld.

Kolbeinn Sigþórsson hitar upp á meðan á leiknum stóð. Fréttablaðið/Anton

Kolbeinn Sigþórsson, næstmarkahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, lék sinn fyrsta leik í rúm tvö ár þegar hann kom inná í framlínu liðsins síðustu 20 mínúturnar í 3-0 tapi liðsins gegn Belgíu í öðrum leik Íslands í Þjóðadeild UEFA. 

„Það var frábær tilfinning að spila aftur fyrir landsliðið. Ég hef beðið eftir því í tvö ár að komast aftur inn á völlinn með landsliðinu. Mér líður best þegar ég spila með landsliðinu og það er sérstök tilfinning fyrir mig að koma inná  hérna í kvöld og fá góðar mótttökur hjá stuðningsmönnum," sagði Kolbeinn í samtali við fjölmiðla eftir leikinn.

„Það er hins vegar leiðinlegt að koma inná við þessar kringumstæður, það er í þeim öldudal sem við erum í. Nú er það bara verkefni okkar að koma okkur upp úr þeim dal þar sem við erum staddir," sagði Kolbeinn um stöðu mála hjá landsliðinu eftir fyrstu tvo leikina í Þjóðadeildinni. 

„Staðan hjá mér er í rauninni sú að ég hef verið leikfær allt þetta ár, en meiddist rétt fyrir HM sem varð til þess að ég gat ekki farið með liðinu þangað. Mitt hlutverki í þessum tveimur leikjum var að koma inná og setja mark mitt á leikinn. Það tókst ekki að þessu sinni, því miður," sagði Kolbeinn um hlutverk sitt hjá landsliðinu í fyrstu tveimur leikjum íslenska liðsins í Þjóðadeildinni. 

„Ég hef ekki verið í leikmannahópi Nantes í síðustu tveimur leikjum liðsins. Það er því ansi kærkomið að fá þessar mínútur hér í kvöld. Vonandi fæ ég að spila fleiri mínutur bæði hjá félagsliðinu mínu og landsliðinu á næstu mánuðum," sagði Kolbeinn um framtíðina hjá sér. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Austin eignast atvinnumannalið

Fótbolti

Enn lengist biðin eftir sigri hjá karlalandsliðinu

Fótbolti

Markalaust gegn Eistlandi

Auglýsing

Nýjast

Aurier handtekinn fyrir heimilisofbeldi

Sigur býr til úrslitaleik um sæti í milliriðli

Guðmundur og Dagur mætast í sautjánda sinn

Frakkland bjargaði stigi gegn Þýskalandi

Haukakonur sóttu tvö stig til Eyja

Fram upp að hlið Vals með átta marka sigri á HK

Auglýsing