Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson skrifaði í gær undir samning við Salita Promotions og mun berjast í fyrsta sinn í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði.

RingTV fjallar um þettaog segir að fyrsti bardagi Kolbeins fari fram á ShoBox bardagakvöldinu í WinnaVegas Casino & Resort í Sloan, Iowa gegn heimamanninum Tristan James. Sá hefur unnið þrjá bardaga og tapað þremur á atvinnumannaferlinum.

Kolbeinn sem er eini atvinnuhnefaleikakappi Íslands í karlaflokki hefur unnið alla ellefu bardaga sína á atvinnumannaferlinum þótt að erfiðlega hafi gengið að fá síðasta bardaga gegn Gyorgy Kutasi staðfestann.

Íslendingurinn var að æfa með Javan Hill, þekktum sem Sugar, í aðdraganda bardagans sem hefur einnig unnið með Tyson Fury þegar Salita kom auga á Kolbein.