Kol­beinn Sigþórs­son, leikmaður sænska knattspyrnuliðsins AIK, glímdi við veikindi í nokkrar vikur fyrr á þessu ár en Kolbeinn seg­ir mögu­legt að hann hafi smitast af kór­ónu­veirunni. Kol­beinn hefur hins vegar ekki farið í skimun vegna veikinda sinna en Svíar hafa ekki gengið jafn langt og Íslendingar í sóttvarnaraðgerðum sínum vegna veirunnar.  

„Ég hef verið veikur síðustu vikurnar og það gæti vel verið að ég hafi smitast af veirunni. Ég missti bæði bragð- og lyktarskyn á ákveðnum tímapunkti sem er einkenni veiruunnar en ég er samt ekki viss þar sem ég hef ekki farið í skimun," segir Kol­beinn í samtali við Aft­on­bla­ted í Svíþjóð. „Ég missti bæði bragð- og lykt­ar­skyn í lang­an tíma en ég er orðinn góður,“ sagði Kol­beinn. 

Sóknarmaðurinn hefur hrist af sér slengið en hann hefur spilað fjórða leiki í sænsku úrvalsdeildinni á yfirstandandi leiktíð án þess að ná að komast á blað í þeim leikjum. AIK hefur sjö stig eftir þessa fjóra leiki og situr í fjórða sæti deildarinnar sex stigm á eftir Ísaki Bergmanni Jóhannessyni og félögum hans hjá Norrköping.

Kolbenn er í byrjunarliði AIK sem mætir Gautaborg í fimmtu umferð deildarinnar klukkan 17.00 að íslenskum tíma í kvöld.