Kol­beinn Sigþórs­son, landsliðsmaður í knatt­spyrnu, skoraði bæði mörk Gauta­borg­ar þegar liðið mætti hans gömlu félögum hjá AIK í annarri umferð sænsku úr­vals­deild­arinnar í knatt­spyrnu karla í kvöld. 

Kol­beinn, sem kom til liðs við Gauta­borg frá AIK, í sumar kom inn á sem varamaður í leik Gautaborgar í fyrstu umferðinni.

Á síðasta keppnistímabili tókst Kolbeini ekki að finna netmöskva andstæðinganna fyrir AIK en nú er hann strax búinn að opna markareikning hjá Gautaborg.