Fótbolti

Kolbeinn þarf að komast inn á völlinn

Erik Hamrén þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu heldur áfram að velja Kolbein Sigþórsson framherja Nantes þrátt fyrir að hann sé ekki í náðinni hjá franska félaginu.

Kolbeinn Sigþórsson býr sig hér undir að koma inná í fyrri leiknum gegn Belgum. Fréttablaðið/Anton

Kolbeinn Sigþórsson framherji Nantes og næst markahæsti leikmaður i sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu var valinn í leikmannahóp íslenska liðsins fyrir leiki liðsins gegn Belgíu og Katar sem fram undan eru. 

Hann hlýtur náð fyrir augum landsliðsþjálfaranna þrátt fyrir að æfa hvorki né spila með aðalliði félags síns. Hamrén útskýrði stöðu mála hjá Kolbeini og ástæðu þess að hann væri valinn þrátt fyrir að hann sé ekki að spila.

„Staðan hjá Kolbeini [Sigþórssyni] er sú sama og fyrr í haust. Hann er að æfa með varaliði Nantes og fær ekki að spila með aðalliðinu. Við erum að hugsa hann í okkar hópi til framtíðar. Hann getur leikið tæpan hálfleik af fullum krafti eins og staðan er núna," segir Erik Hamrén um stöðu mála hjá framherjanum.

„Við vitum hvað hann getur gefið okkur á næsta ári og planið er að hann fái hlutverk í liðinu í undankeppni EM 2020. Hann þarf að fara að spila á næsta ári hvort sem það verður hjá Nantes eða annars staðar. Við getum ekki haldið áfram að velja hann ef að hann fær ekkert að spila," segir sænski þjálfarinn enn fremur. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Ronaldo sleppur við leikbann fyrir hreðjafagnið

Fótbolti

Suður-Kórea er með frábært lið en við óttumst ekkert

Fótbolti

Pogba dreymir um að spila fyrir Real einn daginn

Auglýsing

Nýjast

Úrslitakeppnin hjá körlunum hefst í kvöld

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Sky velur Gylfa í úr­vals­lið tíma­bilsins til þessa

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Auglýsing