Kol­beinn Kristins­son, atvinnumaður í hnefaleikum æfir þessa dagana með Ty­son Fury fyrrum tvö­földum heims­meistara í þunga­vigt og hnefa­leika­goð­sögn.

Kol­beinn birti mynd á sam­fé­lags­miðlum í gær þar sem hann segist hafa lokið við fyrsta dag æfinga þar sem hann er nú staddur í Mor­e­cam­be. Sjálfur hefur hann verið at­vinnu­maður í hnefa­leikum síðan árið 2014 fyrir það hafði hann áður barist 40 sinum sem á­huga­maður.

Hingað til er hinn 32 ára gamli Kol­beinn ó­sigraður á sínum at­vinnu­manna­ferli og með 12 bar­daga á feril­skránni, fimm þeirra hafa endað með rot­höggi en spennandi verður að sjá hvað tekur næst við hjá kappanum.

Hann getur í það minnsta leitað í reynslu­banka Ty­son Fury sem er einnig ó­sigraður á sínum ferli með 33 bar­daga á feril­skránni. Það leit allt út fyrir að Fury væri hættur hnefa­leika­iðkun á dögunum en hann gaf út færslu þess efnis á sam­fé­lags­miðlum.

Hins vegar hafa vendingar á síðustu dögum, sigur Oleksandr Usyk á Ant­hony Jos­hua orðið til þess að Fury í­hugar nú að taka í það minnsta einn titil­bar­daga til við­bótar.