Stuðningsmenn Excelsior nýttu tækifærið í útleik gegn Feyenoord í gær og köstuðu leikföngum til veikra barna sem sátu í stúkunni fyrir neðan þá í leik liðanna um helgina.

Voru börnin gestir Feyenoord frá Erasmus Sophia spítalanum og sátu beint fyrir neðan stuðningsmenn Excelsior í þessum nágrannaslag í Rotterdam.

Á nítjándu mínútu rigndi skyndilega böngsum og öðrum leikföngum úr stúku Excelsior þegar stuðningsmennirnir gáfu börnunum leikföng. Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.

Er þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist á heimavelli Feyenoord, stuðningsmenn Ado Den Haag gerðu sama hlut á sínum tíma.

Vekur athygli að íslenski fáninn sést í stúku Excelsior-liðsins.