Körfuknattleikssambandið og Errea komust í dag að samkomulagi um nýjan þriggja ára samning og mun körfuknattleikssambandið því áfram leika í treyjum ítalska framleiðandans.

Með því heldur áfram samstarf KKÍ og Errea sem hófst árið 2014 og samkvæmt tilkynningunni er KKÍ ánægt að halda áfram samstarfinu.

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ og Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdarstjóri Errea á Íslandi undirrituðu samninginn í höfuðstöðvum KKÍ í dag.

Það er því ekki bara íslensku knattspyrnulandsliðin sem leika í Errea næstu árin heldur einnig körfuboltalandsliðin.