Knattspyrnuaðdáendur sem spila tölvuleikinn Call of Duty gætu rekist á kunnugleg andlit í nýjasta Modern Warfare leiknum þar sem spilara geta leikið sem Paul Pogba eða Neymar.

Leikurinn kom út síðasta föstudag en hans hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu.

Undanfarin ár hafa sífellt fleiri íþróttamenn birst í tölvuleikjum en knattspyrnumennirnir eru klæddir eins og hermenn í nýjustu útfærslu Modern Warfare.

Þetta er annar tölvuleikurinn sem fer í samstarf við Neymar en áður var búið að bjóða upp á möguleikann að leika sem Neymar í Fortnite.