Þetta staðfesti Manchester United í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu félagsins í dag. Ragnick er ekki kominn með atvinnuleyfi á Englandi og getur því ekki stýrt liðinu í leiknum mikilvæga á fimmtudaginn.

Michael Carrick mun stýra liðinu í hans stað líkt og hann hefur gert undanfarna leiki hjá Manchester United. Undir stjórn Carricks hefur United unnið 2-0 sigur á Villarreal í Meistaradeild Evrópu og um síðustu helgi gerði liðið 1-1 jafntefli gegn Chelsea á útivelli í ensku úrvalsdeildinni.

Tilkynnt var um ráðningu Ralf Ragnicks á samfélagsmiðlum Manchester United í gær. Hann skrifaði undir samning til loka yfirstandandi tímabils og mun eftir það gera tveggja ára samning við félagið og færa sig yfir í ráðgjafastarf.

Carrick hefur séð um æfingar hjá Manchester United ásamt starfsliði sínu í þessari viku. Ragnick má ekki mæta á æfingasvæði félagsins og stýra leikmönnum sínum þar sem að atvinnuleyfið er ekki komið.