Þegar komið var undir lok leiksins lenti leikmönnum liðanna nokkrum sinnum saman.

Leikmenn sem voru á varamannabekknum blönduðu sér í átökin og átti dómari leiksins, Mike Dean, í stökustu vandræðum með að halda ró á mannskapnum.

Leikurinn var nokkrum dögum eftir að sömu lið mættust í úrslitum enska bikarsins þar sem Leicester hafði betur.

Á sama tíma eru þau í harðri baráttu um þriðja til fjórða sætið í deildinni. Með sigri náði Chelsea að komast upp fyrir Leicester.