Leikmaðurinn sem um ræðir er á þrítugsaldri og hefur verið á mála hjá nokkrum félögum á Íslandi.

Í samtali við DV staðfestir framkvæmdarstjóri félags leikmannsins að lögreglan sé að rannsaka málið og að leikmaðurinn hafi verið á bifreið sem félagið skaffaði.

Í fréttinni kemur fram að leikmaðurinn hafi rænt heildverslun og haldið á brott með úr sem heildarvirðið telur á nokkrar milljónir.

Ekki er búið að taka ákvörðun hvort félagið rifti samningi leikmannsins en félagið ætlar að styðja hann í bataferli sínu. „Meginatriðið er að menn langar til að aðstoða fólk. Þetta snýst ekki bara um „hardcore“ íþróttir heldur eru þetta líka vinir og félagar,“ segir framkvæmdarstjóri félagsins í viðtalinu.

Framkvæmdastjórinn segir málið á borði lögreglunnar og að hann viti ekki hvernig málin standi. „Lögreglan er að leysa úr því. Ég þekki ekki málavexti.“