Í frétt RacingNews365 segir að ef Mercedes áfrýji niðurstöðunum mun það verða til þess að niðurstöður heimsmeistaramótsins hangi í lausu lofti. Það muni koma sér sérstaklega illa fyrir FIA þar sem að áætlað er að verðlaunaafhending heimsmeistaratitlanna, bæði ökumanna og liða, fari fram á fimmtudaginn.

Mercedes sendi frá sér yfirlýsingu á sunnudaginn þar sem að liðið sagðist hafa það í hyggju að áfrýja niðurstöðu ráðsmanna Formúlu 1 eftir kappaksturinn í Sádí-Arabíu.

Forráðamenn Mercedes höfðu átt fund með ráðsmönnum Formúlu 1 þar sem að þeir mótmælti ákvörðun ráðsmanna og að þeim hafi fundist tvær reglugerðir hafa verið brotnar í ákvörðun ráðsmanna Formúlunnar um að leyfa hringuðum bílum að afhringasig undir lok keppninnar á bak við öryggisbíl.

Hringuðum bílum fyrir aftan öryggisbílinn hafði verið skipað að halda sig fyrir aftan öryggisbílinn þar sem að þeir voru staðsettir á milli Hamilton sem var í fyrsta sæti og Verstappen sem var í öðru sæti.

Keppnisstjórnendur ákváðu hins vegar að breyta ákvörðun sinni og leyfðu þeim bílum sem voru hring á eftir forystusauðunum að afhringa sig. Frá þeirri stundu varð ljóst að Hamilton ætti erfitt uppdráttar þar sem að Verstappen var á mun betri dekkjagangi. Svo fór að hann tók framúr Hamilton og tryggði sér sigur í stigakeppni ökumanna. Mótmæli Mercedes voru ekki tekin gild.

Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes og Christian Horner, liðsstjóri Red Bull Racing
GettyImages

Mercedes hefur frest fram til á fimmtudagskvöld til þess að áfrýja niðurstöðu ráðsmannanna. Áfrýji þeir ekki þá er Max Verstappen öruggur með að halda heimsmeistaratitlinum. Verði ákvörðuninni áfrýjað mun málið fara fyrir Alþjóða áfrýjunardómstól FIA.

Orðrómar eru uppi um að Sir Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes og sjöfaldur heimsmeistari, hafi beðið Mercedes um að áfrýja ekki, þetta hefur hins vegar ekki fengist staðfest.

Sir Lewis Hamilton og Max Verstappen
GettyImages