Heilbrigðisstarfsfólk um allan heim hefur staðið í ströngu síðustu vikurnar í starfi sínu í kringum kórónuveirufaraldurinn sem gengið hefur yfir heimsbyggðina.

Fjölmargir hafa tjáð þeim þakklæti sitt á einhvern hátt undanfarið en Jürgen Klopp og nokkrir lærisveinar hans hjá karlaliði Liverpool í knattspyrnu sendu fólkinu í framlínunni í baráttunni við veiruna kveðju.

Klopp segir í kveðjunni að það sé magnað að sjá þá fórnfýsi sem heilbrigðisstarfsfólkið hafi sýnt og skilar kærum þökkum til þeirra.

Myndskeiðið má sjá hér að neðan: