Pep Guardiola gaf lítið fyrir ummæli Jurgen Klopp og skaut á keppinaut sinn í aðdrangda stórleiks Liverpool og Manchester City um helgina.

Aðspurður út í slakt gengi sinna manna undanfarnar vikur kom Klopp leikmönnum Liverpool til varnar á blaðamannafundinum.

Hann sagði mikla þreytu einkenna leikmannahópinn og talaði um tveggja vikna pásu sem Manchester City fékk vegna kórónaveirusmita.

Guardiola kannaðist ekki við þessa tveggja vikna pásu þegar hann ræddi við blaðamenn í dag.

,,Hann talaði eintóma tóma vitleysu, þetta voru tveir mánuðir, eða þrír, jafnvel fjórir? Jurgen þarf að skoða dagatalið betur. Ég tala við hann um þetta á morgun, hann veit betur en þetta. Enginn í deildinni hefur fengið tveggja vikna frí," sagði Guardiola sem var hissa á ummælunum.

,,Ég myndi segja að ég væri frekar hissa en ósáttur með þessi ummæli. Ég hélt að Jurgen væri ekki eins og aðrir knattspyrnustjórar sem fara þessa leið, kannski var það misskilningur."