Enski boltinn

Klopp kallar eftir meiri vernd fyrir leikmenn

Jurgen Klopp kallaði eftir meiri vernd fyrir leikmenn deildarinnar eftir að Joe Gomez fór meiddur af velli í leik Liverpool og Burnley í gær en Klopp var ósáttur með tæklingarnar sem Burnley áttu í leiknum.

Klopp fór kampakátur heim með þrjú stig í farteskinu í gær. Fréttablaðið/Getty

Jurgen Klopp kallaði eftir meiri vernd fyrir leikmenn deildarinnar eftir að Joe Gomez fór meiddur af velli í leik Liverpool og Burnley í gær en Klopp var ósáttur með tæklingarnar sem Burnley áttu í leiknum.

Gomez fór útaf á börum í fyrri hálfleik og í viðtölum eftir leik gaf Klopp til kynna að enski landsliðsmaðurinn yrði frá í lengri tíma.

Klopp minntist á það í viðtölum að hann vissi að Burnley væri lið sem spilaði harkalega en kallaði eftir því að dómarar myndu vernda leikmennina.

„Þeir áttu oft tæklingar þar sem þeir fóru í boltann en tóku manninn með í leiðinni og ég bað dómarann um að fylgjast með þessu. Þeir mættu af hörku sem er eðlilegt en það verður að gæta varúðar á sama tíma,“ sagði Klopp og hélt áfram:

„Menn voru að henda sér í tæklingar fimm metrum frá manninum í staðin fyrir að taka tvö auka skref og fara þá í tæklinguna. Með því verður mun meiri meiðslahætta. Þessar tæklingar eru ekki boðlegar í nútíma fótbolta og dómarinn verður að taka á þeim til að vernda leikmennina.“ 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Sterling þótti bera af í nóvember

Enski boltinn

Vandræði hjá Liverpool með varnarlínuna

Enski boltinn

Mourinho hvílir stjörnurnar í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Misjafnt gengi Manchester-liðanna

Arnór: „Dreymt um þetta síðan maður var krakki“

Arnór skoraði og lagði upp gegn Real Madrid

KSÍ setur fleiri ársmiða í sölu

Þriðji stórsigur Noregs í röð

Valsmenn selja Pedersen til Moldavíu

Auglýsing