Birkir Bjarnason er að leika sinn 105 landsleik og með því er hann leikjahæsti leikmaður í sögu Íslands.

Mistökin sjást hérna.

Makedónar heiðruðu Birki fyrir leik og gáfu honum treyju sína með tölunni 105 og nafni Birkis.

Nafn Birkis var hins vegar vitlaust stafsett en þar stóð Bjarnson en ekki Bjarnason eins og föðurnafn Birkis er ritað.

„Fyrir leik dagsins gegn Norður Makedóníu afhentu heimamenn Birki Bjarnasyni landsliðstreyju liðsins merkta honum í tilefni þess að Birkir er nú orðinn leikjahæsti leikmaður A landsliðs karla," sagði á Twitter síðu KSÍ.