Klara Bjart­marz er komin úr leyfi og er aftur tekin við starfi sínu sem fram­kvæmda­stjóri Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands. Þetta herma heimildir Frétta­blaðsins og stað­festi Gísli Gísla­son, starfandi for­seti KSÍ, þetta í sam­tali við blaðið. Hann segir von á yfir­lýsingu vegna málsins í kvöld.

Greint var frá því 1. septem­ber að Klara væri komin í leyfi frá störfum. Birkir Sveins­son, sviðs­stjóri innan­lands, tók þá við starfi fram­kvæmda­stjóra tíma­bundið.

Klara fór í leyfi er um­ræða um kyn­ferðis­brot innan knatt­spyrnu­hreyfingarinnar komst í há­mæli. Guðni Bergs­son lét af störfum sem for­maður KSÍ 29. ágúst og degi síðar sagði stjórn sam­bandsins af sér. Þá sagði Klara að hún ætlaði ekki að segja ef sér en daginn eftir var greint frá því að hún hygðist fara í leyfi.