KKÍ mun funda í dag um framhald efstu deild á Ísland eftir að FIBA sendi frá sér tilkynningu um að deildum skyldi fresta.

Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ Í samtali við Fréttablaðið í dag.

Verið er að aflýsa eða fresta íþróttaviðburðum út um allan heim til að reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónaveirunnar og var gert hlé á NBA-deildinni í nótt.

Aðspurður út í hver næstu skref KKÍ væru sagði Hannes að sambandið væri að fara að funda í dag og að von væri á yfirlýsingu frá sambandinu seinna í dag.

„Það er nú þannig að íslensk stjórnvöld eru ennþá ekki komin með samgöngubann og hvetja fólk til að stunda íþróttir áfram. “