Kjartan Atli Kjartans­son og Bragi Páll Sigurðar­son gefa nú út aðra bókina sem fjalla um þau Lóu og Börk. Þessi ber heitið „Lang­skot í lífs­háska.“
Kjartan hafði áður gefið út bókina „Saman í liði.“ Bragi hjálpaði honum við gerð þeirrar bókar.

Kjartan mætti í í­þrótta­vikuna hjá Benna Bó að ræða nýju bókina.

Hann talaði um að hann og Bragi væru mjög ó­líkir en hentuðu vel saman.

„Ég sagði að ef við myndum selja fimm þúsund ein­tök eða eitt­hvað svona galið myndi ég kaupa mér pall­bíl. Hann sagði það sama nema að hann ætlaði að kaupa sér raf­mangs­hlaupa­hjól, þannig við erum svo­lítið á sitt hvorum ásnum,“ segir Kjartan léttur.

„Það sem sam­einar okkur er á­hugi á körfu­bolta.“

Kjartan segir þessa bók enn betri en þá fyrstu.

„Hún gekk vel og þessi er betri. Það er meiri dýpt og spilað meira á til­finningarnar.

Sú saga var bara ein lína. Hérna eru nokkrir sögu­þræðir í gangi í einu. Hún er byggð á dag­bókum Lóu og Barkar, sem upp­lifa hlutina á mis­munandi hátt.“