Kjartan Henry Finnbogason, framherji karlaliðs KR í fótbolta, var vísað af velli með rauðu spjaldi í leik liðsins gegn Víkingi í næststíðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar á Meistaravöllum í gærkvöldi.

Kjartan Henry sló þá til Þórðar Ingasonar, varamarkmanns Víkings í uppbótartíma leiksins, sem lauk með 2-1 sigri gestanna úr Fossvoginum.

Sóknarmaðurinn viðurkennir að hann hafi farið fram úr sér í þessu atviki í færslu sem hann birtir á twitter-síðu sinni í dag.

KR-ingar verða án Kjartans Henrys í lokaumferð deildarinnar þegar liðið mætir Stjörnunni.