Samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins er Kjartan Henry Finnbogason væntanlegur til Íslands og verður hann kynntur til leiks sem leikmaður KR annað hvort í dag eða á morgun.

Kjartan Henry hefur leikið með danska B-deildarliðinu Esbjerg síðan í janúar en kemur nú heim og hygfst spila með uppeldisfélagi sínu í sumar.

Esbjerg tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að Kjartan Henry laus allra mála hjá félaginu.

Þessi 34 ára gamli sóknarmaður þarf að fara í sóttkví og getut þar af leiðandi ekki leikið með KR- liðinu gegn Fylki í þriðju umferð Íslandsmótsins í Árbænum annað kvöld.

Hann ætti hins vegar að vera klár í slaginn í leik KR gegn Val í umferðinni þar á eftir.