Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, Zhao Lijian, varð spurð út í málið á blaðamannafundi í morgun en hún segist ekkert vita um málið. AP fréttastofan greindi frá.

Utanríkisráðuneytið hefur varist allra fregna á málinu síðan að hvarf Peng Shuai fór að vekja athygli fjölmiðla.

Hin 35 ára gamla Peng Shuai, var á sínum tíma ein besta tenniskona í heimi. Hún hefur unnið til verðlauna á Wimbeldon mótinu og franska opna meistarmótinu og var á sínum tíma efsta kona á heimslista.

Peng Shuai steig fram þann 2. nóvember síðastliðinn og sagði fyrrum varaforsetann hafa neitt sig til að stunda kynmök með sér. Síðan þá hefur ekkert til hennar spurst.

Á miðvikudag birti ríkismiðillinn í Kína tölvupóst sem var sagður skrifaður af Peng. Í tölvupóstinum var því lýst yfir að ásakanirnar sem hefðu verið settar fram á hendur fyrrum varaforseta Kína hefðu verið rangar. Enn fremur var því haldið fram að Peng væri ekki týnd og að það væri í lagi með hana, hún væri heima hjá sér að hvílast.

Trúverðugleiki tölvupóstsins sem kínverski ríkismiðillinn birti er dreginn í efa og Steve Simon, framkvæmdarstjóri Tennissambands kvenna, segir hann vekja upp enn fleiri spurnignar um afdrif Peng Shuai.