Handboltasamböndin í Rússlandi og Kína hafa rætt sín á milli að sækja um að halda HM kvenna í handbolta árið 2029 eða 2031 í sameiningu.
Þetta kom fram í viðtali við formann rússneska handboltasambandsins, Sergey Shishkarev sem birtist á rússneska ríkisfjölmiðlinum Tass.
„Við höfum rætt að sækja um að halda HM kvenna í handbolta árið 2029 eða 2031 í sameiningu. Mót af slíkri stærðargráðu hafa ekki áður farið fram í jafn stórum löndum, svo það yrði áhugavert.“
Að sögn Shishkarev er forseti Alþjóðahandboltasambandsins, Hassan Mustafa, mjög áhugasamur um vinsældir handbolta í Kína.
Alþjóðahandboltasambandið, líkt og önnur sérsambönd, eru búin að banna rússnesk og hvít-rússnesk félags- og landslið í keppnum á þeirra vegum.