Kín­verj­inn Zou Jing­y­u­an var í sér­flokk­i á tví­slá karl­a í dag og tók heim gull­ið með ein­kunn­in­a 16,233. Kín­verj­ar hafa á síð­ust­u árum ver­ið lang­best­ir á tví­slá karl­a. Li Xi­a­op­eng réð lof­um á lög­um á á­hald­in­u eft­ir ald­a­mót­in og tók þrjá heimst­ar­a­titl­a og gull á Ólymp­í­u­leik­un­um í S­yd­n­ey og Beij­ing.

Feng Zhe frá Kína tók gull­ið á Ólymp­í­u­leik­un­um í Lond­on 2012 en svo virt­ist sem yf­ir­burð­ir Kína á tví­slá væru á enda þeg­ar þeir náðu ekki á pall á leik­un­um í Río. Oleg Vern­a­iv frá Úkra­ín­u tók gull­ið en hann var fjarr­i góðu gamn­i í Tók­ý­ó þar sem hann féll á lyfj­a­próf­i. Vern­a­iv hef­ur á­frýj­að þeirr­i á­kvörð­un en hann hafn­ar því að hafa tek­ið ó­lög­leg lyf.

Báð­ir kín­verj­arn­ir í úr­slit­un­um í dag, Jing­y­u­an og Hao, minnt­u ó­neit­an­leg­a á kín­versk­a stór­meist­ar­a eins og Xi­a­op­eng er þeir fram­kvæmd­i gríð­ar­leg­ar erf­ið­ar æf­ing­ar af svak­a­leg­u ör­ygg­i.

Zou Jing­­y­­u­­an leik­ur list­ir sín­ar á tví­slánn­i.
Fréttablaðið/AFP

Stór­ar sveifl­u­æf­ing­ar upp í 1,5 hálft helj­ar­stökk í upp­hand­legg­stöð­u og full­komn­ar hand­stöð­ur sýnd­u að Kína ætl­að­i sér stór­a hlut­i í úr­slit­um á tví­slá eins og oft áður.

Smá­væg­i­leg mis­tök Hao kost­uð­u hon­um hins veg­ar verð­laun­a­sæt­i en eins og ein­kunn Jing­y­u­an gef­ur til kynn­a voru æf­ing­ar í hæst­a styrk­leik­a­flokk­i og dóm­arn­ir tóku ekki mik­ið af hon­um fyr­ir fram­kvæmd­in­a.

Þjóð­verj­inn Luk­as Daus­er tók heim silfr­ið er hann fékk 15,700 fyr­ir sín­ar æf­ing­ar. Fer­hat Ari­can frá Tyrk­land­i var rétt á eft­ir hon­um með 15,633.

Brons­verð­laun­a­haf­inn Ari­­can, Jing­­y­­u­­an og Daus­­er sem tók silfr­ið.
Fréttablaðið/EPA

Mik­u­lak kveð­ur án verð­laun­a á sín­um þriðj­u leik­um

Band­a­ríkj­a­mað­ur­inn Samuel Mik­u­lak end­að­i sinn keppn­is­fer­il í fim­leik­um í dag með frá­bær­um æf­ing­um á tví­slá en það dugð­i ekki til að ná á pall.

Þess­i marg­fald­i band­a­ríkj­a­meist­ar­i hef­ur átt erf­itt upp­drátt­ar á al­þjóð­leg­um stór­mót­um og fer heim af sín­um þriðj­u Ólymp­í­u­leik­um án verð­laun­a.

Mik­u­lak hef­ur ver­ið í mikl­u upp­á­hald­i hjá mörg­um fim­leik­a­að­dá­end­um enda sýnt mikl­a elju í gegn­um allt mót­læt­ið og er ein­stak­leg­a bros­mild­ur kepp­and­i. Hann opn­að­i sig hins veg­ar um and­leg­a á­lag­ið sem fylg­ir því að vera að kepp­a í hæst­a gæð­a­flokk­i í svon­a lang­an tíma í kór­ón­u­veir­uf­ar­aldr­in­um.

Samuel Mik­­u­l­ak end­að­i keppn­is­fer­ill­inn í dag, ef­laust ekki með þeim hætt­i sem hann hafð­i hugs­að sér.
Fréttablaðið/AFP

Karl­a­lið Band­a­ríkj­ann­a í á­hald­a­fim­leik­um fer heim án verð­laun­a af Ólymp­í­u­leik­un­um í ár og er ljóst að fim­leik­a­sam­band­ið vest­an­hafs þarf að fara í ein­hverj­ar að­gerð­ir ef karl­a­lið­ið ætl­ar að hald­a í við Rúss­land, Jap­an og Kína.

Ís­lands­vin­ur­inn Joe Fras­er, frá Bret­land­i, byrj­að­i full­kom­leg­a á tví­slá en hann þeg­ar hann misst­i jafn­væg­ið eft­ir ris­a­sveifl­u í hand­stöð­u á aðra ránn­a. Hann á­kvað í kjöl­far­ið að hætt­a við að tengj­a æf­ing­un­a við he­a­ly sveifl­u og við það lækk­að­i upp­hafs­ein­kunn­in hans.

Joe Fras­er hef­ur æft á Ís­land­i en það dugð­i ekki til.
Fréttablaðið/AFP

Með lægr­i upp­hafs­ein­kunn og frá­drátt í fram­kvæmd er hann misst­i jafn­væg­ið fékk Fras­er ein­ung­is 14,500 sem var ekki nógu gott til að enda á verð­laun­a­pall­i.

Fras­er, sem hef­ur æft á Ís­land­i með þjálf­ar­a sín­um Lee Wolls, kom inn á mót­ið sem ríkj­and­i heims­meist­ar­i og því afar svekkj­and­i fyr­ir Bret­an­a að svo fór sem fór.