KFC skaut föstum skotum á Cristiano Ronaldo með færslu sinni á Twitter í gær. Tengist það yfirvofandi skiptum portúgölsku stórstjörnunnar til Al-Nassr í Sádi-Arabíu.
Samningi hins 37 ára gamla Ronaldo við Manchester United var rift á dögunum. Það var gert í kjölfar þess að kappinn fór í afar umdeilt viðtal við Piers Morgan.
Í viðtalinu gagnrýndi Ronaldo margt innan herbúðir United. Í kjölfarið var í raun ekki aftur snúið.
Nú stefnir í að Ronaldo skrifi undir samning við Al-Nassr sem mun færa honum um 200 milljónir evra á ári.
KFC sá sér leik á borði. „Hann verður fín varaskeifa fyrir Aboubakar,“ stóð í færslu skyndibitastaðakeðjunnar.
Þarna er átt við Kamerúnann Vincent Aboubakar. Hann er á mála hjá Al-Nassr. Framherjinn vakti mikla athygli á Heimsmeistaramótinu í Katar sem nú stendur yfir. Kamerún datt úr leik í riðlakeppninni en Aboubakar skoraði tvö mörk.
Ronaldo er einnig staddur á HM þessa stundina. Í kvöld mætir hann til leiks með Portúgal þegar liðið mætir Sviss í 16-liða úrslitum.
Decent back up to Aboubakar tbf https://t.co/2ggR9eV76K
— KFC UK (@KFC_UKI) December 5, 2022