Belgíski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Kevin De Bruyne, greindist með kórónaveiruna þegar hann var prófaður eftir leik belgíska liðsins gegn Wales á miðvikudaginn var.

De Bruyne þarf þar af leiðandi að vera í einangrun næstu tíu daga og missir af næstu tveimur leikjum Manchester City.

Það eru leikir gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn kemur, Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu um miðja næstu viku.

Hæpið er svo að De Bruyne muni spila þegar Manchester City mætir West Ham United í ensku úrvalsdeildinni um þar næstu helgi þar sem hann má ekki byrja að æfa með liði sínu fyrr en laugardaginn 27. nóvember, degi fyrir leikinn við Hamrana.

Miðvallarleikmaðurinn er fullbólusettur og Pep Guardiola sagði á blaðamannafundi í dag að hann vonaðist til þess að De Bruyne myndi fá væg einkenni vegna veirunnar.

Jack Grealish og Phil Foden eru tæpir vegna meiðsla og ólíklegt að þeir spila á móti Everton um helgina. Þar af leiðandi er líklegt að Rodri, Ilkay Gündogan og Bernardo Silva muni mynda þriggja manna miðju Mancehster City í leiknum.