Samkvæmt tilkynningu frá Formúlu 1 stendur til að bæta aðstæður á brautinni sjálfri sem og aðstöðuna í kringum brautina sjálfa fyrir næstu Formúlu 1 keppni á brautinni sem fer fram þann 22. maí á næsta ári.

,,Við viljum þakka umsjónarmönnum brautarinnar sem og yfirvöldum á Spáni fyrir áhuga þeirra og staðfestu í því að halda Formúlu 1 hér í Barcelona," segir Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Formúlu 1 í yfirlýsingu sem birtist í dag.

Circuit de Catalunya var byggð í tengslum við Ólympíuleikana í Barcelona árið 1992. Fyrsta Formúlu 1 keppnin á henni fór fram árið 1991 og þá bar bretinn Nigel Mansell, ökuþór Williams/Renault sigur úr býtum.

Síðan þá hefur verið keppt á brautinni á hverju ári. Sir Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes, hefur haft algjöra yfirburði á henni undanfarin ár og unnið hverja keppni frá árinu 2017.