Formúla 1 tilkynnti í dag að alls væru 22 keppnir á dagskrá fyrir næsta tímabil, einni keppni meira en í ár og fer kappakstur fram í Víetnam í fyrsta sinn.

Þetta er í fyrsta sinn sem Formúla 1 er með fleiri en 21 keppni á tímabili og fá ökuþórar fyrir vikið styttri hvíldartíma á milli kappakstra.

Keppnin í Víetnam fer fram á götum höfuðborgarinnar Hanoi og verður þriðja keppni ársins í upphafi apríl. Alls fara sex keppnir fram núna í Asíu á tímabilinu.

Þá fer keppni fram í Hollandi í 31. sinn eftir langa fjarveru sem verður fimmta keppni tímabilsins og fyrsti kappakstur tímabilsins sem fer fram í Evrópu.

Hollenski kappaksturinn kemur í stað þýska kappakstursins sem er ekki á dagskrá í fjórða sinn á síðustu 79 árum.