Haldin verður keppni í Katar í Formúlu 1 þetta árið í stað Ástralíukappakstursins. Á sama tíma var tilkynnt að frá og með 2023 yrði keppt í Katar næstu tíu árin.

Notast verður við Losail International Circuit brautina sem er rétt fyrir utan Lusail þar sem úrslitaleikur HM í knattspyrnu karla fer fram á næsta ári.

Um árabil hefur brautin verið notuð í MotoGP og ýmsum öðrum akstursíþróttum en nú bætist Formúla 1 við listann.

Mun keppnin fara fram í lok hvers tímabils en með því verða þrjár síðustu keppnir hvers árs í Mið-Austurlöndunum ásamt fyrstu keppni ársins sem fer fram í Bahrain.

Lokakeppni hvers árs fer fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og þá bættist Sádi Arabía við listann á þessu ári sem næstsíðasta keppni ársins.