Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur gefið út drög að niðurröðun leikja í efstu deild karla. Næsta sumar munu sex efstu liðin í efstu deild leika í úrslitakeppni þar sem úrslit ráðast á Íslandsmótinu.

Keppni efstu deildar karla hefst 18. apríl, annan í páskum, og aðalkeppni Mjólkurbikarsins, 32-liða úrslit, í lok maí.

Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla verður spilaður laugardaginn 1. október, sem er sömu helgi og gert er ráð fyrir að úrslitakeppni efstu deildar karla hefjist. Keppni Efstu deildar karla lýkur svo laugardaginn 29. október.

Leikirnir í fyrstu umferð efstu deildar karla eru eftirfarandi:

FH - Víkingur, Kaplakrkavöllur mánudaginn 18. apríl

Valur - ÍBV, Origo-völlur þriðjudaginn 19. apríl

Breiðablik - Keflavík, Kópavogsvöllur, þriðjudaginn 19. apríl

Stjarnan - ÍA, Samsung-völlur þriðjudaginn 19. apríl

KA - Leiknir, Greifavöllur, miðvikudaginn 20. apríl

Fram - KR, Framvöllur, miðvikudaginn 20. apríl