Ákveðið hefur verið að banna allar íþróttaviðburði í Frakklandi fram í ágúst en Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, tilkynnti þetta í hádeginu í dag.

Í kjölfar þessara tíðinda greindi franska knattspyrnusambandið frá því að keppnistímabilinu verði hætt í tveimur efstu deildum í knattspynu þar í landi.

Ekki liggur fyrir hvort PSG sem er á toppi karladeildarinnar og Lyon sem trónir á toppnum kvennamegin verði krýndir franskir meistarar og hvort lið færist upp og niður á milli deilda.

Ljóst er hins vegar að þessi ákvörðun verður til þess að Rúnar Alex Rúnarsson og liðsfélagar hans hjá Dijon munu leika í efstu deild á næstu leiktíð sem áætlað er að hefja í ágúst.