Fransk-íslenski glímumaðurinn Valentin Fels Camilleri verður fulltrúi Mjölnis á einu stærsta glímumóti Evrópu um helgina Polaris 19. Þetta er í fyrsta skipti sem Valentin, sem æfir undir leiðsögn Gunnar Nelson, tekur þátt í móti á vegum Polaris.

Valentin hefur verið búsettur hér á landi undanfarin 6 ár og er með svart belti í brasilísku Jiu Jitsu undir Gunnari Nelson.

Fyrsti andstæðingur Valentins verður Englendingurinn Eoghan O'Flanagan en glíma þeirra fer fram á morgun. Fyrsta glíma keppninnar hefst klukkan 15:30 og aðalhluti hennar hefst klukkan 18. Þar er Valentin þriðji í röðinni.