Þær kepptu í sömu búningum á Evrópumótinu í Basel fyrr á þessu ári en búningurinn stenst kröfur Alþjóðaólympíusambandsins ef hann er í sömu litum og hlutur búningsins sem klæðir búkinn.

Búningurinn sem um ræðir hylur fætur og hendur en aðrir keppendur keppa yfirleitt í keppnisbúningi sem líkist að mörgu leyti þröngum sundbolum.

Á Evrópumótinu sendi þýska fimleikasambandið frá sér tilkynningu þar sem kom fram að sambandið myndi standa með iðkendum sínum í baráttunni gegn kynvæðingu fimleikakvenna.

„Þetta snýst um að klæðast einhverju sem lætur manni líða vel. Okkur langaði að minna á að hver einasta kona á að ráða hverju þær klæðast,“ sagði fimleikakonan Elisabeth Seitz um búninginn og sagði að aðrir iðkendur hefðu tekið vel í búninginn.

Þá bætti hún við að þetta yrði vonandi til þess að fimleikafólki fengi að ráða klæðaburði sínum í framtíðinni.

Þýska sveitin lenti í níunda sæti í undankeppninni fyrir liða­keppni kvenna í á­halda­fim­leikum á Ólympíu­leikunum.

Seitz á jafnvægisslá.
fréttablaðið/getty